Afkoma ársins

Afkoma ársins 2019

Afkoma ársins 2019 var ásættanleg þrátt fyrir tekjufall í vörugjöldum síðustu mánuði ársins. Rekstrartekjur Faxaflóahafna sf. árið 2019 voru 4.121,3 mkr. sem er 3,9% hækkun reglulegra tekna á milli áranna 2018 og 2019. Hækkunin á milli ára nemur 154,6 mkr. Þeir megintekjuliðir ársins sem voru yfir því sem áætlað var eru skipagjöld og hafnarþjónusta. Vörugjöld, sem eru einn megintekjuliður hafnarinnar lækkuðu um 63,7 mkr. á milli ára og voru 149,4 mkr. undir því sem áætlað hafði verið. Meginskýringin er verulegur samdráttur í vöruflutningum síðustu mánuði ársins.

Rekstrargjöld Faxaflóahafna sf. árið 2019 voru 3.258,0 mkr. og hækkuðu að krónutölu á milli ára um 368,1 mkr. eða um 12,7%. Mest er hækkunin vegna sérverkefna í viðhaldi og viðhalds og reksturs hafnarvirkja.

Heildareignir 2019 námu 16,0 Ma.kr. þar af námu fastafjármunir 13,2 Ma.kr. og veltufjármunir samtals 2.835,5 mkr.

Heildarskuldir voru 1.109,0 mkr. en þar af voru langtímaskuldir alls 568,0 mkr.

Handbært fé í lok árs 2019 var 1,4 Ma.kr.

Fjárfestingar voru í heildina 1,4 Ma.kr.

Meginkennitölur fyrirtækisins árin 2015 – 2019 eru eftirfarandi: