Ýmis atriði

Ýmis verkefni

Hér á eftir fer upptalning nokkurra atriða sem unnið var að á árinu 2019:

 • Staðfest jafnlaunavottun lá fyrir í september 2019.
 • Staðfest öryggisstjórnunarkerfi lá fyrir síðla árs 2019.
 • Á árinu var unnið að smíði á nýjum dráttarbáti fyrir Faxaflóahafnir sem er með 80 tonna togkraft. Nýr bátur, sem fékk nafnið Magni var afhentur í byrjun mars 2020, en eldri Magni fékk nafnið Haki.
 • Á fyrri hluta árs 2019 var samþykkt áhættustefna og öryggisstefna fyrir Faxaflóahafnir sf.
 • Samþykkt var jafnréttisstefna fyrir Faxaflóahafnir sf. í aprílmánuði 2019 auk þess sem starfsmannastefna fyrirtækisins var uppfærð.
 • Unnin var skýrsla á vegum Ernst og Young um hafnarþjónustu og mismunandi form þeirrar þjónustu.
 • Mat gert á ávinningi landtenginga flutningskipa í Sundahöfn, unnið af Íslenskri Nýorku.
 • Þann 5. nóvember 2019 var að vanda haldið málþing á vegum Faxaflóahafna um verkefni fyrirtækisins og málefni sem áhugaverð eru í tengslum við hafnarstarfsemina. Málþingið hefur verið árlegur viðburður síðustu ár.
 • Undirrituð var yfirlýsing 10 hafna á Norðurlöndum um samstarf í umhverfismálum.
 • Unnið var áfram að gerð eigendastefnu Faxaflóahafna.
 • Í lok árs var sú breyting gerð á gjaldskrá Faxaflóahafna að gjaldtaka framhalds- og milliflutninga miðast við ákveðið verð á hverja gámaeiningu. Sú breyting verður metin með hliðsjón af því hvort unnt sé að einfalda gjaldskrá Faxaflóahafna vegna vörugjalda með sama eða svipuðum hætti.